23. ágúst 2008 |
Sunday, 24 August 2008 | |
Dagur 12 Byrjuðum daginn á skoskum morgunverði. Við morgunverðarborðið uppgötvaðist að vertinn, maður um sextugt, er mikill mótorhjólamaður og hefur ferðast víða á Enduro hjólum, meðal annars á Nýja Sjálandi en aldrei farið í "Stóru ferðina" og öfundaði undirritaðann mikið. Fórum meðfram Loch Ness vatni að austanverðu, skv. ábendingum vertsins og fórum síðan bráðskemmtilegan heiðarveg, mjóann, brattann, hlykkjóttann yfir til Aviemore. Þar lentum við á mótorhjóla rallýi/samkomu/móti með mörg hundruð ef ekki þúsund mótorhjóla. Fórum eftir það að fikra okkur í austur átt. Hjóluðum um sveitir, komum við á skíðastöðum og enduðum í litlum bæ sem heitir Alford. Gistum þar á hóteli sem sérhæfir sig í Indverskum mat, enda rekið af Indverskum hjónum.
Veðrið gott, bjart og hiti frá 13-18 gráður, en dálítill vindur
|
|
Last Updated ( Sunday, 24 August 2008 ) |