Documents |
Wednesday, 28 March 2007 | |
Here are the main documents that we need to have with us on the trip:
( Á eftir að bæta við fleiru, svo sem vegabréfsáritun til Rússlands, tryggingarskírteini fyrir lönd utan evrópu, önnur skírteini og pappírar.)
Að sjálfsögðu þurfum við vegabréf og það þarf að gilda í að minnsta kosti sex mánuði eftir að ferðinni er lokið. www.vegabref.is
Vegabréfsáritun til Mongólíu. Við þurftum að senda vegabréfin okkar til sendiráðs Mongólíu í London til að fá áritunina. Þetta tekur ca 2 vikur með öllu og kostar ca 6.500,- Iskr. Við megum vera þrjá mánuði í landinu. https://www.embassyofmongolia.co.uk/
Þetta er alþjóðlegt ökuskírteini sem að sum lönd gera kröfu um að við séum með. Þetta skírteini fæst hjá FÍB í Borgartúninu og kostar kr. 700,- fyrir félagsmenn og kr. 1.000,- fyrir utanfélagsmenn. Þetta skírteini gildir í eitt ár. www.fib.is
Þetta er " Græna kortið ", alþjóðlegt vátryggingarkort fyrir ökutæki. Þetta kort er samstarf ca 40 ríkja í Evrópu og er gott að hafa. Þetta kort er hægt að fá tryggingarfélaginu þínu og kostar kr. 3000,- www.tmhf.is
Svo er það gamla góða skráningarskírteinið fyrir hjólið. Þetta þekkja allir og ekkert meira um það að segja. Jú, bara að athuga að það sé rétt ! Við komumst að því að í því var villa og maður veit aldrei hverju landamæraverðir, tollverðir eða lögreglan tekur upp á þarna austurfrá. www.us.is
CARNET DE PASSAGE heitir þetta skjal. Þetta er tollpappír sem við verðum að vera með. Sum lönd, þar á meðal Japan, krefjast þess að við framvísum þessu skjali þegar við komum inn í landið á farartæki sem ekki er skráð í landinu. Ef maður er ekki með þetta, þarftu að borga aðflutningsgjöld af mótorhjólinu, sem geta numið allt að 400% af verðmæti hjólsins ! Til að fá þennan pappír þurftum við að vera í sambandi við FÍB hér á Íslandi og systurfélag þess í Svíþjóð, Motormannen. Við fengum umsóknareyðublöð á heimasíðu Motormannen í Svíþjóð, og höfðum svo samband við góða konu þar, Beatrice, sem hjálpaði okkur með restina. Við þurfum að leggja fram tryggingu að upphæð ískr. 192.000,- fyrir hvort hjól, eða samtals kr. 384.000,-. Annaðhvort í formi peninga eða bankatryggingu. Við fengum bankatryggingu og lögðum fram til tryggingar greiðslum ef til kemur. Kostnaðurinn við þetta hjá þeim í Svíþjóð er Sek. 3.160,- eða ca ískr. 31.000,- |
|
Last Updated ( Wednesday, 18 April 2007 ) |