17. maí 2013 |
Friday, 17 May 2013 | |
Erum staddir um 200 km fyrir sunnan Barcelona og búnir tékka inn á 4 stjörnu hótel sem er með sundlaug og ströndin er 50 m frá hótelinu. Við vorum búnir að lofa sjálfum okkur að vera einu sinni dæmigerðir sólar ferðamenn og fara á ströndina og liggja í sólbaði. Þetta er síðasti séns í þessar ferð því á morgun förum við aftur inn í Frakkland. Þetta er allt eins og það á að vera nema það sést lítið til sólar og það er hífandi rok og alveg vonlaust að vera í sólbaði :). Við erum að verða búnir að fara með allri miðjarðarhafs strönd Spánar og höfum ekki en enn fundið aðal útflutnings vöru spánverja, gott veður og sól.
Við hjóluðum um 540 km í dag í svipuðu veðri og síðustu daga.
Skoðuðum Benidorm og komum við á hótelinu í Calpe þar sem við Dista vorum síðasta haust að jafna okkur eftir ævintýrið í Schlesvig. Það mà segja að það sé þáttakandi í leiðangrinum.
Ætlum í átt að Monaco á morgun.
Í annað sinn í Reykjavík - Gíbraltar/Tarífa leiðangrinum, hjá hótelinu Galetamar í Calpe
|
|
Last Updated ( Friday, 17 May 2013 ) |