25. maí 2013 |
Saturday, 25 May 2013 | |
Besti dagur ferðarinnar veðurfarslega. Þegar við komum til Danmerkur komum við loksins í veðrið sem við höfum verið að leita að frá syðsta hluta Evrópu upp með allri miðjarðarhafsströnd Spánar. Það var tekið á móti okkur að hætti hússins og síðasti tappinn var tekinn úr flösku undir morgun eftir stórkostlega grill veislu með "íslensku" mafíunni, Betu og Jóa, Þórsa og Vilborgu, Grími og Evu og öllum þeirra börnum og viðhengjum. Núna í morgunsárið úti á palli í sól og blíðu er verið að undirbúa danska morgunmatinn með öllu tilheyrandi, gammel dansk fyrir þá sem ekki eru að fara að hjóla og kaffi fyrir okkur feðga.
Okkur líður eins og ferðinni sé lokið þó siglingin og ferðin að austan sé eftir.
Beta og Jói, takk fyrir okkur.
Dásamlegt sólarlag í Álaborg |
|
Last Updated ( Saturday, 25 May 2013 ) |