4. júlí - Seattle
Wednesday, 04 July 2007

Létu vita af sér þegar þeir millilentu í Seattle. Þar var rúmlega þriggja tíma bið áður en þeir lögðu af stað til Anchorage í Alaska, eða um klukkan 21.00 að okkar tíma.

Sverrir farinn að tala sína Flórídensku og þeir kampakátir eftir mjög svo stífa daga í Japan.

Eins og Sverrir sagði í gær þá fara þeir yfir dagsmörkin þannig að þeir eiga að lenda í Alaska á nánast sama tíma og þeir lögðu af stað á frá Tókíó, eða um klukkan 17.00 þann 4. júlí!

Það er stór áfangi sem þeir eru búnir með, og það verður gaman að fylgjast með þeim þegar þeir fara Alaska, Kanada og Bandaríkin. 

 

Last Updated ( Wednesday, 04 July 2007 )