18. Desember 2014 |
Friday, 19 December 2014 | |
Það er ekki búið að vera gott WiFi samband undanfarna daga og þess vegna hef ég ekkert skrifað.
Þónokkrir góðir hlutir hafa gerst undafarna daga. Costa Rica er gullfalleg og annan daginn í Costa Rica byrjuðum við á ströndinni með hjólin. Vegalengdin að landamærum Panama var um 260 km og við tók enn ein þverun landamæra. Það tók okkur nærri 3 klst að komast inn í Panama og fullt af bið.
Við byrjuðum að hjóla í áttina að Panama borg en fórum svo að litlum bæ nálægt landamærunum þar sem við vorum ekki vissir hvaðan ferjan frá Panama til Kólumbíu færi. Þessi ákvörðun var ein af mörgum góðum ákvörðunum sem við höfum tekið á ferðinni. Rétt eftir að við höfðum fundið okkur hótel og komið okkur fyrir kom þrumuveður með rosa mikilli rigningu. Ég er mjög ánægður með að við héldum ekki áfram og enduðum einhversstaðar útí rassgati í þessu veðri.
Eitt af fáum áhyggjuefnum við undirbúning ferðarinnar var hvernig við ættum að komast yfir Darien bilið. Darien bilið er svæði um 100 km á lengd milli Panama og Kólumbíu þar sem engir vegir eru. Aðrir ferðamenn hafa nýtt sér ferðir með flutningagáma, flugfragt eða litla seglbáta til að komast þarna á milli en við erum mjög heppnir þar sem ferjan FerryExpress hóf ferðir fyrir nokkrum mánuðum síðan. Við vorum ekki búnir að panta okkur far með ferjunni en tókst með mörgum símtölum og tölvupóstum að fá miða með ferjunni sem fór á miðvikudeginum 17. kl 1900. Ef okkur hefði ekki tekist þetta hefðum við þurft að bíða í viku eftir plássi. Við lögðum snemma af stað, kl tíu mínutur í fimm um morguninn og vorum komnir á hádegi í Colon Panama til að hefja pappírsvinnuna sem fylgir landamæra þverunum. Loksins eftir meira en 5 klst vorum við tilbúnir að fara um borð í ferjuna.
I have not been in good WiFi connection the last days that's the reason for no postings.
There are several high lights during the last days. Costa Rica is beautiful and the second day of Costa Rica we started on the beach with the bikes. The ride to the borders of Panama was about 260 km and then one more border crossing. Crossing the borders into Panama took almost three hours with lots of waiting.
We started riding towards Panama City but returned to a small town close to the borders because we were not sure where the ferry from Panama to Columbia was sailing from. This decision about returning was one of the many good decisions we are making on the journey. Just moments after we had found a hotel and settled in, a thunderstorm with heavy, heavy rain came over the area. I am really happy we did not continue and ended up somewhere in the middle of nowhere when that happened.
One of our few concerns in planning the journey was how to cross the Darien gap. The Darien gap is an area approx. 100 km long between Panama and Colombia with no road connection. Overlanders have used container traffic, airfreight or small sail-boats to cross the gap but we were the lucky ones as a ferry called FerryExpress started sailing only few months ago. We had not made a reservation for the ferry but managed with many phone calls and e-mails to get tickets with the ferry leaving Wednesday 17that 19:00. If we had not managed we would have to wait for a week for the available space. We started early, at ten to five pm, and arrived at noon in Colon Panama to start the paperwork related to the border crossing. Finally after more than 5 hours we were ready to board the ferry.
|
|
Last Updated ( Friday, 19 December 2014 ) |