22. Desember 2014
Tuesday, 23 December 2014
Við erum núna búnir að hjóla í 3 daga í Kólumbíu og vorum að þvera landamærin inn í Ecuador í dag.
Það er búið að vera yndislegt að hjóla í Kólumbíu og ég er heillaður af landslaginu og útsýninu. Það hefur breyst úr flatlendi í norðri yfir í fjöll og sléttur í miðju landi og í suðri. Vegurinn hlykkjast um með beygjur og svo beina kafla og hæðin hefur farið úr 400 m upp í rúma 3.000 m. Ég upplifði sömu tilfinningu og í Guatemala, paradís mótorhjólamannsins.
 
Fólkið í Kólumbíu er vinalegt og hjálpsamt, jafnvel í garð útlendinga sem tala ekki tungumálið.
 
Í Kólumbíu náðum við 8.000 km markinu og mótorhjólin eru enn í góðu lagi. Það eina sem hefur komið uppá hinga til er sprungið dekk á mínu hjóli. Mér tókst að ná mér í nagla einhversstaðar á veginum. Sem betur fer sprakk á góðum stað og við vorum að hjóla rólega. Dekkið kostaði okkur ekki nema hálftíma töf.
 
Við hlökkum til að sjá meira af Ecuador á næstu dögum. Planið er að taka okkur frí þann 24. til að geta eytt smá tíma með fjölskyldunum í gegnum Skype / FaceTime um kvöldið að íslenskum tíma. Það er líka gott að fá smá hvíld þar sem við erum farnir að finna fyrir smá ferðaþreytu. 
 
We have now been travelling in Colombia for three days and just crossed the border into Ecuador today.
Riding in Colombia has been a joy and I am fascinated by the landscape and scenery. It varies between flatland in the north to mountains and plateaus in the center and south. The road is curly, twisty, straight with altitude variations between 400 m to over 3000 m. I got the same feeling as in Guatemala, a motorcyclists paradise.

The people of Colombia are friendly and helpful, even to strangers who don't speek their language.

In Colombia we passed the 8000 km milestone and the motorcycles are still in good condition. The only issue we have had until now is a flat tire on my motorcycle. I have managed to pick up a nail somewhere on the road. Luckily I got the flat in a good place and riding slowly. The flat tire only cost us half an hour in delay.

We are looking forward to see more of Ecuador in the coming days. We plan to take a day of from riding on the 24th to be able to join our families on Skype/FaceTime in the evening Iceland time. It's also good to get a little rest as we are staring to feel the road weariness.
Last Updated ( Tuesday, 23 December 2014 )